Veggverk á Hótel Laka

Um þessar mundir er ég að vinna í stóru veggverki á Hótel Laka. Í verkinu, sem er ca 5m x 8m að stærð, má sjá verur í mannsmynd með fuglahöfuð standa í veisluklæðnaði. Búningar veranna eru vandlega hannaðir eftir ham fuglategundarinnar sem hver og ein vera stendur fyrir. Þegar verkið verður fullklárað má sjá himbrima í svörtum og hvítum köflóttum jakka og svartröndóttum buxum, lóu í skósíðum kjól sem er gulur í grunninn en með hvítum og svarbrúnum doppum og mólitan spóa í kjól með brúnu mynstri. Mikil vinna er lögð í að gera verurnar bæði trúverðugar en á sama tíma hafa einkenni hverrar fuglategunar mjög skýr.
fuglafans - small
Hér má sjá undirbúnings skyssu fyrir verkið. Frá vinstri eru lóa, lóuþræll, hnúðsvanur (verður álft í lokaútgáfu verksins), helsingi, himbrimi, maríuerla, hrossagaukur og spói.
novak3
Margarita Nowak tók mynd
novak
Margarita Nowak tók mynd
Verkið sprettur upp úr samtali við Evu Björk Harðardóttir, einn af eigendum hótelsins, um áhugaverða hluti í umhverfi hótelsins, en það stendur við hliðina á litlu vatni sem státar af ríkulegu fuglalífi. Á bakka vatnsins er lítill garðskáli þaðan sem er auðvelt að stunda fuglaskoðun, en hinumegin við vatnið er álfabyggð. Mig langaði að vinna með þetta hvorutveggja, huldufólkið og náttúruna en samt gera það á nýstárlegan máta. Ég hef töluvert velt fyrir mér snertimörkum raunveruleika og ímyndunar, þá helst í samhengi við kenningar Joseph Campells bókmenntafræðings um að goðsögur og ævintýri séu í raun eðlileg birtingamynd mannlegs samfélags sem er að reyna að skilja heiminn og umhverfið sem hann býr í út frá eðlisávísun og tilfinningum.Verkið er því á einhvern hátt mín túlkun á því hvernig maðurinn speglar sig í náttúru sinni í gegnum þjóðsögur og munnmæli þannig að lífið sem er allt í kringum okkur tekur á sig mennst einkenni og umbreytist í dularfullar goðsagnaverur.
gif2.gif
Það sem unnist hefur hingað til. Sett inn föstudaginn 13. júlí
novak2
Margarita Nowak tók mynd
Advertisement

Posters

I like making posters. If you need one I take commissions through email : olofbenedikts@gmail.com

 

andifinal-01.jpg

np-lineup8-01
Line-up poster for Norðanpaunk
npposter-01
Just the artwork for the Norðanpaunk line-up poster
Nornafundurposter
Simple poster for a poetry event & DJ gig in Cafe Vinyl, Reykjavík

anonym2104_doc03031020170326142531.jpgPoster for a Norðanpaunk warm-up gig.

grillparty3 copy.jpg
I was really proud of this one for a BBQ and concert (all the food was vegan) but the house owner wouldn’t have any of it. Apparently not all people find cannibalism funny, and I get it… it’s very gruesome. I made a new one but it wasn’t nearly as good as this one IMO.

 

 

Buy Prints

I have a society6 store where you can get tote bags, shower curtains, laptop sleeves and other fancy things with some of my designs on them. The materials are hardy and the prints are high quality. I have a large tote bag, medium size carry-all pouch and a laptop sleeve and I use them every day and am really happy with it. You can visit my store at society6 and have a look around. I’m always working on more designs.

kisibla.png

kettlingur-iu.png

Buy Originals

Hey guys, welcome to my page where I sell my stuff so I can pay my bills and make more stuff. If you have seen a particular artwork on my instagram or facebook that you really liked but don’t see here just send me an email at olofbenedikts@gmail.com – I might very well still have that artwork tucked away somewhere or I might even be able to recreate it. Who knows! There’s just one way to find out.

Anyways, here’s the stuff. Enjoy!

andlit3
O.K.  – Watercolor and pen on heavy weight paper – $210 – Click image to purchase through my bigcartel store

 

dreki.jpg
Untitled – Pen and color pencil on paper – $90 – Click image to purchase through my bigcartel store

 

fuglarsmol
Fuglar / Birds – Pen on paper – A4 size without the frame, comes already framed and ready to put on your wall – $170 – Click image to purchase through my bigcartel store

 

momo.jpg
Momo – Watercolor, color pencil, ink and pen on heavy weigh paper – $210 – Click image to purchase through my bigcartel store

Mynd af alheiminum í 1000 pörtum á LungA 2015

Ég hellti úr púsluspilunum á ljósa viðarplötuna kl 9:13, tveimur mínútum fyrir formlegan opnunartíma, en ég ætlaði að taka mér örlitla stund til að snúa púslunum á rétta hlið áður en sýningin opnaði. Það hafði verið gott verður allann daginn og þessvegna ákváðum við Skúli, Alexander og Gummi, sýningarstjórarnir, að skemmtilegast væri að hafa verkið úti, enda nutu kubbarnir sín best í náttúrulegri birtu. Mér gafst rétt rými til að dreifa létt úr púslunum yfir borðið áður en áhorfendaskari hafði flykst að til að skoða litríka kubbana og leika með þetta einkennilega listaverk. Það var ótrúlegt að sjá viðbrögðin sem verkið vakti. Allar áhyggjur mínar af þáttökuleysi og metnaðarleysi í samsetningu pússluspilsins reyndust vera úr lausu lofti gripnar. Verkið sló í gegn á fyrstu mínútunum.

11751960_657083251093134_3055264022919972748_n
Fyrsta hornið og stór partur að miðjunni komu saman strax á fyrsta hálftímanum

Daginn áður og sama dag hafði ég hangsað í kringum Herðubreið að flysja plastfilmu af hverju einasta púsli. Plastfilman er til þess að vernda plexiglerið á meðan það er í lazerskeranum og það er hellingsvinna að plokka það af. Sem betur fer var álíka erfitt að fá fólk til að aðstoða mig og ef ég væri að sprengja búbbluplast. Það er einhver mjög skrítin vellíðunartilfinning sem fylgir því að flysja eitthva af í heilu lagi, eins og að plokka hrúður af sári. Mér fannst gott að geta setið og rætt um heima og geima og verkið sjálft við fólk dagana áður en ég sýndi, og strax þá áttaði ég mig á því að kubbarnir sjálfir, litríkir, glansandi og gegnsæir, höfðu svipuð áhrif á fólk og gimsteinar. Ljóskast og sterkir litir samsamast hugmyndum margra um súblíma fegurð.

11694020_10153473903481873_5955359822553324202_n

“I wan’t to take it home with me”

“Do you think someone will steal one? And then we won’t be able to finish!”

Verkið vakti hjá fólki einskonar barnslega hrifningu og gleði sem fékk mig til að endurskoða fráganginn á verkinu. Ætlunin var alltaf að ramma það inn í tvær glerplötur og selja það sem heild. Verkið fjallaði um alheiminn og þekkingu okkar og hugmyndir um hann. Gjörningurinn var ætlaður til að fá fólk til að opna samræður um verkið og umjföllunarefni þess með því að gefa fólki sameiginlegt verkefni til að vinna að. Af hverju ætti ég þá ekki að leyfa brotunum að deilast á milli fólks, skipta verkinu upp í litlar ódýrar einingar sem myndu síðan dreifast með fólki um heiminn.

Rétt áður en gjörningurinn hófst tók ég ákvörðun um að selja bitana eftir að verkið væri full samansett. Ég myndi splundra myndinni af heiminum sem ég væri búin að vera að vinna í í svo marga mánuði. Mér fannst það viðeigandi. Að leita og leita að einni heildarmynd er ágætt út af fyrir sig en jafnvel þó maður nái að sjá heildarmyndina hefur hún riðlast um leið og maður sér hana. Hún stendur bara í augnablik, titrandi og hverful, og tvístrast augnabliki síðar.

11178193_657085274426265_6113940225453188357_n
Það tók ekki nema 2 klst og 25 mínútur að setja verkið saman. Margar hendur vinna létt verk.

Verkefni mitt núna er að dreifa myndinni um heiminn. Hún er til sölu á kisinn.is, sölusíðunni minni, en ég verð líka með brot úr púslinu til sölu á sýningum og listmörkuðum framtíðarinnar. Þeir sem kaupa sér púsluspil hafa fullt frelsi til að gera við þau það sem þeim sýnist. Sumir munu vilja ramma þau inn, aðrir vilja ef til vill gera úr þeim skart, einhver talaði meir að segja um að gera sólgleraugu. Það eina sem ég bið um í staðinn er að fá sendar tilbaka myndir af því hvað verður um brotin, jafnvel þó þau endi bara ofaní skúffu.

11745455_657085751092884_7589694164503423689_n11742711_655770304557762_232566408326403860_n

!0 sýning í Gallery Orange, Ármúla 6

Sjálfsmynd / self portrait  21x29 cm
Sjálfsmynd / self portrait
21×29 cm

Seðlabanki Íslands kynnti 10.000 kr seðilinn fyrst til sögunnar á aðalfundi bankans árið 2012 og í árskýrslu bankans frá sama ári var greint frá undirbúningi útgáfunnar. Seðillinn var hannaður af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn og var settur í umferð fimmtudaginn 24. október árið 2013.

!0 - Mandala 1 12x12 cm Verð : 10.000 kr
!0 – Mandala 1
12×12 cm
Verð : 10.000 kr

Ég eignaðist minn fyrsta 10.000 króna seðil vorið 2014. Í kjölfar þess að ég eignaðist þennan stóra seðil gerði ég vídeóverk sem ég tók í gegnum gagnsæju öryggisröndina á seðlinum. Vídeóverkið varð að röð verka sem hverfast um 10.000 króna seðla og ganga saman undir heitinu !0.

Stillið hljóðið á tæplega hálfann hljóðstyrk meðan horft er á vídeóið.

!0 verkin eru þungamiðja sýningarinnar !0. Einnig eru til sýnis málverk úr kaffi og teikningar og prent úr olíuverkaseríunni sem ég vann árið 2013. Saman mynda verkin áhugaverða heild sem hverfist um efnahag og verslun.

mandala1

IMG_3507

IMG_3515

Melankólískt Landslag / Melancholic Landscape Verð : 21.500 kr
Melankólískt Landslag / Melancholic Landscape
Verð : 21.500 kr
Olíuteikning / Oil drawing
Olíuteikning / Oil drawing

Í innsta sal sýningarinnar er að finna tragedíuna Grátónar (:mikilsorg).

Grátónar (:mikilsorg) Teikning, 84x71 Verð : 24.000 kr
Grátónar (:mikilsorg)
Teikning, 84×71
Verð : 24.000 kr

Grín-Skrín Sýning

Tíguldrottning / Queen of Diamonds Klippimynd / Collage
Tíguldrottning / Queen of Diamonds
Klippimynd / Collage

 

Þann 24. Apríl 2014 opnaði sýningin Grín-Skrín í Gallery Dusted. Gallery Dusted er sýningarrými innan hönnunarbúðarinnar Dusted, sem rekin er af ungum hönnuðum sem vilja skapa vettvang til að selja vörur sínar.

SyningoverviewDSC_2559

Verkin hengu fyrir ofan fataslár verslunarinnar. Við gerð verkanna hafði ég vörur verslunarinnar í huga og það er ástæðan fyrir því að ég vildi vinna klippimyndir inní þetta rými. Ég vildi tengja við poppmenningu og endurnýtingu á sjónrænum elementum sem mér fannst vera áberandi í varningi búðarinnar.

Selkona Klippimynd / Collage
Selkona
Klippimynd / Collage
Syndaselur
Klippimynd / Collage 10x15cm Verkið er til sölu á 9.000 kr
Eftirleikur Ófaranna Klippimynd / Collage
Eftirleikur Ófaranna
Klippimynd / Collage

hermennáfjöllum

warmaschine

gömulkonaviðhafið

Skólacollage