Mynd af alheiminum í 1000 pörtum á LungA 2015

Ég hellti úr púsluspilunum á ljósa viðarplötuna kl 9:13, tveimur mínútum fyrir formlegan opnunartíma, en ég ætlaði að taka mér örlitla stund til að snúa púslunum á rétta hlið áður en sýningin opnaði. Það hafði verið gott verður allann daginn og þessvegna ákváðum við Skúli, Alexander og Gummi, sýningarstjórarnir, að skemmtilegast væri að hafa verkið úti, enda nutu kubbarnir sín best í náttúrulegri birtu. Mér gafst rétt rými til að dreifa létt úr púslunum yfir borðið áður en áhorfendaskari hafði flykst að til að skoða litríka kubbana og leika með þetta einkennilega listaverk. Það var ótrúlegt að sjá viðbrögðin sem verkið vakti. Allar áhyggjur mínar af þáttökuleysi og metnaðarleysi í samsetningu pússluspilsins reyndust vera úr lausu lofti gripnar. Verkið sló í gegn á fyrstu mínútunum.

11751960_657083251093134_3055264022919972748_n
Fyrsta hornið og stór partur að miðjunni komu saman strax á fyrsta hálftímanum

Daginn áður og sama dag hafði ég hangsað í kringum Herðubreið að flysja plastfilmu af hverju einasta púsli. Plastfilman er til þess að vernda plexiglerið á meðan það er í lazerskeranum og það er hellingsvinna að plokka það af. Sem betur fer var álíka erfitt að fá fólk til að aðstoða mig og ef ég væri að sprengja búbbluplast. Það er einhver mjög skrítin vellíðunartilfinning sem fylgir því að flysja eitthva af í heilu lagi, eins og að plokka hrúður af sári. Mér fannst gott að geta setið og rætt um heima og geima og verkið sjálft við fólk dagana áður en ég sýndi, og strax þá áttaði ég mig á því að kubbarnir sjálfir, litríkir, glansandi og gegnsæir, höfðu svipuð áhrif á fólk og gimsteinar. Ljóskast og sterkir litir samsamast hugmyndum margra um súblíma fegurð.

11694020_10153473903481873_5955359822553324202_n

“I wan’t to take it home with me”

“Do you think someone will steal one? And then we won’t be able to finish!”

Verkið vakti hjá fólki einskonar barnslega hrifningu og gleði sem fékk mig til að endurskoða fráganginn á verkinu. Ætlunin var alltaf að ramma það inn í tvær glerplötur og selja það sem heild. Verkið fjallaði um alheiminn og þekkingu okkar og hugmyndir um hann. Gjörningurinn var ætlaður til að fá fólk til að opna samræður um verkið og umjföllunarefni þess með því að gefa fólki sameiginlegt verkefni til að vinna að. Af hverju ætti ég þá ekki að leyfa brotunum að deilast á milli fólks, skipta verkinu upp í litlar ódýrar einingar sem myndu síðan dreifast með fólki um heiminn.

Rétt áður en gjörningurinn hófst tók ég ákvörðun um að selja bitana eftir að verkið væri full samansett. Ég myndi splundra myndinni af heiminum sem ég væri búin að vera að vinna í í svo marga mánuði. Mér fannst það viðeigandi. Að leita og leita að einni heildarmynd er ágætt út af fyrir sig en jafnvel þó maður nái að sjá heildarmyndina hefur hún riðlast um leið og maður sér hana. Hún stendur bara í augnablik, titrandi og hverful, og tvístrast augnabliki síðar.

11178193_657085274426265_6113940225453188357_n
Það tók ekki nema 2 klst og 25 mínútur að setja verkið saman. Margar hendur vinna létt verk.

Verkefni mitt núna er að dreifa myndinni um heiminn. Hún er til sölu á kisinn.is, sölusíðunni minni, en ég verð líka með brot úr púslinu til sölu á sýningum og listmörkuðum framtíðarinnar. Þeir sem kaupa sér púsluspil hafa fullt frelsi til að gera við þau það sem þeim sýnist. Sumir munu vilja ramma þau inn, aðrir vilja ef til vill gera úr þeim skart, einhver talaði meir að segja um að gera sólgleraugu. Það eina sem ég bið um í staðinn er að fá sendar tilbaka myndir af því hvað verður um brotin, jafnvel þó þau endi bara ofaní skúffu.

11745455_657085751092884_7589694164503423689_n11742711_655770304557762_232566408326403860_n

Advertisement

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s